Um Gullperlur


Gullperlur er síða sem Jóhanna Eva Gunnarsdóttir heldur úti og skrifar um gamlar ''gullperlur'' (hluti) sem henni hefur áskotnast á sinni stutt ævi. 

Ég heiti Jóhanna Eva og er 25 ára gömul all íslensk stelpa. Ég hef átt heima í Reykjavík leingst af en á núna heima í litu fallegu og blómlegu bæjarfélagi rétt fyrir utan Reykjavík sem heitir Hveragerði. 

Ég er í skóla að læra kjóla og klæðskurð og stenfi á að fara í gullsmíði eftir það ef allt gengur að óskum. Ég hef allt frá því þegar ég var lítil stelpa haft mikinn áhuga á öllu sem er gamalt og fallegum hlutum og húsgögnum með sál eins og margir kalla það.

Ég er einnig mikil áhuga manneskja á saumaskap, föndri og hönnun svo eitthvað sé nefnt. 

Ég hef farið á ýmis námskeið eins og þjóðbúninganámskeið árið 2013-2014 og kláraði þar tvo barnaupphluti í sitthvorum stærð og lit, grænan og rauðan. Ég hef líka farið á víravirkisnámskeið sem Dóra G. Jónsdóttir kenndi og náði þar að fá smá sýn á hvernig þessi fallega iðn gullsmíði er unnin. Þar gerði ég eitt fallegt nisti og eina fallega millu á annann barnaupphlutinn minn en það vantaði akkúrat eina millu í það sett. 

Mikið af þeim hlutum sem ég hef eignast voru áður í eigu ömmu minnar Jóhönnu Sigurást Guðjónsdóttur sem ég er skírð eftir og Gunnu frænku minnar sem faðir minn er skírður eftir. Nokkrir hlutir eru frá Sigguömmu minni, og öfum mínum tvem. Svo hef ég líka á síðustu 10 árum safnað að mér frá ýmsum antíkmörkuðum og fleyra góðu fólki í kringum mig.

Þessi síða er gerð til að halda utan um það sem ég á og fræðsla um fallega hluti sem ég hef kynnt mér í gegnum tíðina, skemmtilegar gamlar uppskriftir að mat og margt fleyra. 

Þetta blogg var stofnað á fínum Sunnudegi 29.mars 2015. 

Ef þú veist eitthvað fleyra um þá hluti sem ég hef hér til sýnis þá endilega vertu í bandi við mig, eins eru allar ábendingar um hluti og villuskrif um þá hluti eru vel þegnar. 

Hægt er að senda ábendingar á johannaevagunn@gmail.com 


Afsakið stafetningavillur, höfundur þessa bloggs er gjörn á stafavillum sem lítið er hægt að gera í nema horfa framhjá því miður, en til að fæla ekki lesendur frá reynir hún að vanda sig eins vel og unt er. 




Engin ummæli:

Skrifa ummæli