mánudagur, 30. mars 2015

Falleg Íslensk og Þjóðleg Kökubox


Ég sá mynd af  afar fallegu kökuboxi um daginn sem ég náði einfaldlega ekki að losna við út úr hausnum á mér hvað sem ég reyndi þar sem þetta umrædda box kostaði pening sem ég einfaldlega átti ekki til staðar fyrir svonna safna gullperlu. 



Bakgrunsmynd málaði ég þegar við dóttir mín vorum með smá málarastund.

Þessi fallegu Íslensku Þjóðhátíðarbúningabox eru talin vera frá lýðveldisárinu 1944. Þau skreytt með fallegum íslenskum teikningum og ljósmyndum af íslenskum hátíðarbúningum eins og skauti, peysufötum og upphlutnum, Á lokinu er mynd sem er texti sem segir að myndinn sé unnin upp úr málverkinu „Skrýðing brúðarinnar", eftir H. A. G. Schiött frá 1880. Til eru nokkrar gerði og stærðir, en það sem ég hef komist næst voru tvær stærðir þó ég sé ekki alveg 100% viss og tvenskonar bakgrunslitur ljósblátt með smá hvítu og fallega grænt og gul mynstrað.




Hér er mynd sem ég fann á netinu af fallegu grænu og gulu mynstruðu boxi. 

Ég veit ekki uppruna þessa boxa eða kökudúnka eins og ég kalla þá, en ég ætla reyna komast af því eins vel og ég get til gagns og gamans öðrum áhugamanneskjum eins og mig. 


En það sem ég hef fundið um þá er ekki mikið nema bara það að mjög fáir voru gerðir og þess vegna eru þeirr nokkuð dýir, en þessi kökubox eru metin á 35.þúsund íslenskar krónur miðað við það sem ég hef lesið mér til og fér auðvitað eftir ástandi hvers kökubox. Svo hef ég séð ábendingar sem Svipmyndir úr fortíðinni gróf upp úr grein sem sem byrtist í Morgunblaðinu 18.júlí 1997 þannig að það er möguleiki að Árbæjarsafnið viti meira um þessi æðislegu box. 






Ég komast svo að því um daginn eftir að ég sá myndina um ræddu á facebook þegar ég sýndi mömmu myndina að hún ætti eitt nákvæmlega eins sem er búið að vera falið ofan í kassa í mörg ár. Amma mín átti það á undan henni og voru tölur og hnappar geymdar í þessu nokkur ár og ég lék mér víst oft að þeim í tíma og ótíma sem er kannski þess vegna að þessi mynd sótti svona mikið á mig og skýringin að ég myndi aldrei láta það ef ég ætti svona. 


Hér er mömmu box komið uppá hillu og er nú fullt af tölum og hnöppum.




Ég er svo heppinn með að eiga svona yndislega mömmu sem til að mynda er sjálfur mikill safnari á allskonar fallegum kökuboxum lánaði mér sitt fallega box undir tölusafnið mitt. 

Þetta passar svo einstaklega vel inni hjá mér þar sem þjóðbúninga áhugamanneskja ég fæ líka smá ánægju á að sjá myndirnar sem prýða boxið á hverjum degi. 


Ef þú veist meira um þessi fallegu box að þá máttu endilega senda þær á netfangi johannaevagunn@gmail.com