Gömul barnaleikföng

Ath. síðan er uppfærð reglulega og þá settar nýjar myndir inn eftir því sem safnið stækkar og eftir því sem ég hef auka tíma að taka myndir af því sem ég á nú þegar.

Uppfærð 24.4.2015

Hér eru nokkrar myndir af því sem ég á.. allt frá ungbarnadóti uppí leikföng fyrir eldri kraka. 

Eftir að ég eignaðist stelpuna mína Valdísi að þá kviknaði í þessum áhuga mínum á gömlum leikföngum. Í fyrsta lagi eru þau að mörgu leiti mun vandaðari og fyrir minn smekk fallegri en sumt sem er í boði í dag. 

Ég á nokkur leikföng frá því að ég var lítil og flest af því er frá 1980-90. En flest sem ég á er eldra en það alveg frá 1920-30 sem ég veit um eins og er. 


Margt semég er með hér inni á ég eða aðrir í minni fjölskyldu ein sog mamma mín, annað hef ég fundið á nytjamörkuðum, og annað frá öðrum söfnurum, sumt hefur mér verið gefið og eða frá barnæsku minni og systkina minna. 



Góði hirðininn, ennþá í upprunalega kassanum.. en hefur verið leikið með. 


Góði hirðirinn, smá þryf og ást.. ''eins og nýtt''


Gömul bók sem ég átti þegar ég var lítill, elskaði hana og hún furðu vel með farinn. 


Góði hirðirinn, man ekki hvað hann kostaði, en minnir að það hafi verið einhver 2.000kr. Ekkert að honum og liggur við að hann hafi verið sem nýr. 



Gamalt og skemtilegt


Þetta fallega hjól fékk ég í Góða hirðinum á 500kr. stýrið, brettin og allt þetta silfur litað var gjörsamlega riðgað! en sem betur fér ekki í gegn þannig að ég náði að nota stálull á það og það varð eins og nýtt.



Gamall sem amma mín saumaði, finnst svo falleg handsaumuð barnaföt.


Gamalt og fallget sem mamma mín á.


Gamalt ''barbie'' eldhús.. passar akkurat fyrir eldrigerð af ''barbie'' dúkkum. Á meirasegja eina gamla dúkku sem ég þarf að taka mynd af sem fyrst. 


Saumavél sem ég fékk á nytjamarkaði. Er mikill saumavéla safnari.. safna ekki öllum velum, bara þeim sem ''kalla'' á mig eins og þessi. Á tvær barnasaumavélar, þessi bleika og hvíta hér fyrir neðan
er mín fyrsta sem ég fekk 6 ára í jólagjöf. Svo á ég 3 gamlar fullorðins og 1x nýrri og 1x alvöru overlockvél.


 Gamalt dúkkurúm sem ég tók og geri upp og gaf Dísu minni í Jólagjöf 2014, fékk það í Góðahiðrinum á lítinn pening, saumaði sæng, kodda, dýnu og rúmföt við það.




 Gamall og einn af þeim fyrstu sem framleiddir voru. Er búinn að selja hann núna en hann kom sem vel og var mikið notaður. 

 Sætu bílarnir mínir, lek mér mikið af þeim appelsínugula þegar ég var lítil, þann rauða fékk ég gefins fyrir ekki svo löngu. 



Hér kemur svo allskonar gamalt og nýtt. 

Myndavélinn og plötuspilarinn fékk í í USA og er þetta nýtt  og er lína af endurgerðum gömlu vinsælustu leikföngunum hjá Fisher Price.

Kringlan, uglan og grísa baukarnir er gamalt þarf ég að taka betri mynd fljótlega. 

Litlu spýtuvélmennin er föndur rugl uppúr mér sem ég gerði sumarið 2014.



Engin ummæli:

Skrifa ummæli